Vegan mataræði

Þeir sem eru vegan neyta engra dýraafurða, hvorki innbyrða þau kjöt, egg, fisk, né mjólkurafurðir. Fólk er orðið mjög meðvitað um það hvað vegan mataræði getur haft góð áhrif á heilsuna. Vegan íþróttastjörnum fjölgar hratt og segja sífellt frá bættri líðan og meiri orku. Til eru margar ástæður fyrir því, til dæmis er ekki að finna neitt kólesteról í jurtaríkinu og rannsóknir hafa sýnt fram á það að vegan mataræði dregur úr hættu á sykursýki tvö, háum blóðþrýsting, offitu og hjartasjúkdómum (1).

Þeir sem eru vegan fá alla þá næringu sem þeir þurfa í jurtaríkinu. Mörg af stærstu og sterkustu dýrunum á plánetunni okkar eru jurtaætur og borða ekkert kjöt, til dæmis górillur, fílar og nashyrningar.  

Fjöldi fólks um allan heim hefur gerst vegan vegna krabbameins eða annarra sjúkdóma. Margir halda því fram að þeir hafi sigrast á krabbameini eftir að þeir hættu neyslu dýraafurða. Vegan mataræði ýtir undir basískan líkama og krabbameinsfrumur, bakteríur og sveppir þrífast í súrum líkama. Gerð var rannsókn sem tók 15 ár og sýnir hún fram á það, ásamt öðrum rannsóknum, að það eru 19% minni líkur á að fá krabbamein ef þú ert vegan. Önnur rannsókn var gerð í 87 löndum til að sýna tengingu lífstíls og krabbameins. Niðurstöður leiddu í ljós að helsta ástæða fyrir 12 algengum krabbameinum var tengd neyslu dýraafurða, það er að segja kjöt- og fiskneysla og neysla á eggjum og mjólkurafurðum. Sú tegund af krabbameini sem dýraneysla var tengd við var brjóstakrabbamein, krabbamein í legi, nýrum, eggjastokkum, brisi, blöðruhálskirtli, eistum, skjaldkirtli og mergæxlum. Einnig sýndi þessi rannsókn fram á að aukin neysla dýraafurða í mörgum löndum jók krabbameinstíðni (2).

Það er mikið úrval af vegan mat á markaðnum núna, bæði í búðum og á veitingastöðum. Ef þér langar að vera vegan en finnst vegan matur mjög óspennandi og bragðvondur, engar áhyggjur, bragðskynið breytist þegar við breytum um mataræði, þú aðlagast mjög fljótt (3).

Ég mæli með, og er sjálf, "plant based vegan". Mjög margir borða óhollan mat þótt þeir séu vegan, mikilvægt er að vera meðvitaður um heilsuna þegar maður er vegan, líkt og á öðru mataræði, til þess að fá öll þau næringarefni sem þú þarft. Plant based þýðir að einungis er borðaður hollur matur sem er algjörlega óunnin, án sykurs og óæskilegra aukaefna. 

Jóga og hreyfing

Anna Lind Fells Snorradóttir

Líkami og heilsa ehf