top of page
nr.2.JPG
Vegan Tikka Masala
Veitir sirka 6 skammta

INNIHALD:
1/2 blómhálshaus
1/3 brokkolíhaus

1/2 sæt kartafla

230g kjúklingabaunir (ef þær eru forsoðnar þá bæti ég þeim útí pottinn í lokinn)

Sjóða saman í potti

Sósa:

1 bolli kasjúhnetur (láta liggja í bleyta í heitu vatni í 10-30 mín)
1/2 laukur

1 dós heilir tómatar í dós

1 krukka maukaði tómatar (425g)

1/2 rauður chilli

1/2 rauð paprika

6 hvítlauksgeirar
1/2 ferna oatly hafrarjómi (125 ml)

1 cm engifer

1 tsk kóríander

1/2 tsk túrmerik

1 tsk garam masala

1/3-1/2 tsk cayenne pipar

1 tsk sjávarsalt
1/2 tsk kardimommur

2 tsk kókospálmasykur (má sleppa)

Blanda öllu saman í góðum blandara.

Léttsteikt grænmeti:

Örlítið af avokadó olíu
1/2 laukur

1/3 púrrulaukur

1/2 paprika

1/2 tsk garam masala

1 tsk kúmen

1/2 tsk kanill

1/2 tsk kardimommur 

AÐFERÐ:

Byrjaðu á því að skera niður brokkolí, blómkál og sæta kartöflu og sjóða í potti í sirka 15 mín. 

 

Sósa:

Blanda öllum innihaldsefnunum saman í góðum blandara.

Léttsteiktu laukinn, púrrulaukinn og paprikuna saman í sirka 2 mín í stórum potti, bættu síðan kryddunum saman við og léttsteiktu í 2 mín. 

Bættu sósunni út í stóra pottinn og helltu vatninu af blómkálinu, brokkolíinu og sætu kartöflunni og bættu því við stóra pottinn. Ef þú notaðir forsoðnar kjúklingabaunir bættum þeim þá í pottinn núna. Hitaðu saman í smá stund og njóttu með hýðishrígrjónum. Ég sauð hrísgrjónin með túrmerik til að lita þau gul. 

Kasjúhnetur:

-Ríkar af magnesíum sem er  mikilvægt fyrir beinin
-Koma í veg fyrir gallsteina
-Auðugar af vítamínum líkt og  ríbóflavín, pantóþensýru, þíamín   og níasín sem koma í veg   fyrir blóðleysi
-Stuðla að góðum nætursvefn
-Hjálpa líkama okkar að   fullnýta járn og útrýma   sindurefnum (e. free radicals)
-Vernda gegn UV geislum sólar og  koma í veg fyrir hrörnun í  augnbotnum

Rauð paprika:

-Kaloríusnauð

-Rík af A og C vítamíni

-Frábær fyrir ónæmiskerfið

-Hefur bólgueyðandi áhrif

-Dregur úr slæmu kólesteróli

-Minnkar sársauka

-Frábær uppspretta E og B6  vítamíns

bottom of page