top of page
Er líkaminn þinn að reyna að segja þér eitthvað?
Algengur skortur á vítamínum og næringarefnum og einkenni þess

B6 VÍTAMÍN:
B6 vítamín gegnum mörgum hlutverkum í líkamanum, til að mynda viðheldur það heilbrigðu ónæmiskerfi og eðlilegri taugastarfsemi, einnig kemur það í veg fyrir ýmsar tegundir af blóðleysi. Fólk með nýrnasjúkdóm og þeir sem drekka mikið af áfengi eru í aukinni hættu á B6 vítamínskorti.  Ef þú ert með sjálfsnæmissjúkdóm, sérstaklega ef hann hefur áhrif á þarmana, líkt og Crohns-sjúkdómur eða sáraristilbólga, ættirðu að spurja sérfræðing eða lækni um ráðleggingar varðandi B6 vítamín fyrir þig.

Dæmigerð líkamleg einkenni um B6 vítamínskort eru útbrot og önnur húðvandamál, algeng á baki, bringu og á andliti. Þunglyndi, ruglingur, og jafnvel flog geta verið orsök af alvarlegum B6 vítamínskorti. Til að koma í veg fyrir B6 vítamínskort er ráðlagt að borða mat ríkan af B6 vítamíni líkt og kornvörur,  baunir, fisk, grænt laufgað grænmeti, appelsínur og kantalópu melónur.

 

JÁRN:
Járnleysi eða blóðleysi er alvarlegt áhyggjuefni sem varðar heilsuna, sérstaklega hjá barnshafandi konum og börnum. Algengasta ummerki járnleysis er þreyta eða síþreyta. Önnur einkenni geta verið svimi, höfuðverkur, kaldar hendur og fætur, veikleiki og fölleiki í húðinni og undir augunlokunum. Óvenjuleg löngun í hluti sem flokkast ekki undir mat, líkt og klaka. Börn geta verið með lélega matarlyst og svefnhöfga ef þau þjást af blóðleysi. Ef blóðleysi uppgötvast snemma er hægt að hjálpa til með heilbrigðan vöxt og minnka líkurnar á sýkingu eða eitrun.

Besta uppspretta járns er til dæmis að finna í kjöti, sjávarþangi, baunum og kjúkling. Það er kostur að borða mat sem inniheldur C vítamín í sömu máltíð þar sem C vítamín eykur upptöku járns sem finnst í plönturíkinu.

D VÍTAMÍN:
D vítamín hefur marga ávinninga líkt og að stuðla að betri heilsu beina í líkamanum og styrkja ónæmiskerfið. Ef um D vítamínskort er að ræða þá getur það haft slæm áhrif á beinin, en áður en það gerist eru algeng einkenni skorts beinverkir, sársauki eða slappleiki í vöðvum eða sýking. Þeir sem eru í áhættuhópi fyrir D vítamínskorti eru ung börn, eldra fólk, einstaklingar með dökka húð, þeir sem þjást af Crohn's-sjúkdómi eða Celiac sjúkdómi og einnig þeir sem eru í ofþyng. Matvæli rík af D vítamíni eru til dæmis lax, túnfiskur, sveppir, mjólkurafurðir og appelsínusafi með viðbættu D vítamíni. Einnig er mikilvægt að vera úti í sólinni til að fá nægilegt magn af D vítamíni. 

C VÍTAMÍN:
Einstaklingar sem borða ekki nægilegt magn af grænmeti og ávöxtum eiga í hættu að fá C vítamínskort. Einkenni C vítamínskorts er til dæmis blæðandi gómur, marblettir sem koma auðveldlega og sár sem eru lengi að gróa. Appelsínur, ananas, sítrónur og límónur eru stútfullar af C vítamíni ásamt paprikum, brokkolí, karöflum, kíwí og jarðaberjum. 

Heimild

bottom of page