top of page
Mexíkósk grænmetisúpa
Þessi uppskrift dugar fyrir um það bil 8 manneskjur. Ég elska að gera súpurnar mínar þykkar, nánast eins og pottrétti, en ef þið viljið hafa hana þynnri þá getiði bætt við vatni.

INNIHALD:
1 sæt kartafla (skorin í teninga)
360 g gulrætur (um 1 cm þykkar)
1 stór laukur
4 hvítlauksgeirar
1 blómkálshaus
400 ml kókosmjólk
1 bolli kínóa
170 g sveppir
1/2 ferskur rauður chilli
720 ml krukka maukaðir tómatar (fæst í Nettó)
250 g kjúklingabaunir
1-1 1/2 líter vatn 
4 tsk karrýduft
2 msk italian seasoning eða þurrkuð basilika
sjávarsalt og svartur pipar eftir þörfum

 

AÐFERÐ:
Skerið sætu kartöfluna, gulræturnar, laukinn, blómkálið, sveppina og chillíið í litla bita og setjið í stóran pott. Bætið síðan restinni saman við og sjóðið í um það bil 20 mínútur eða þar til kartaflan og gulræturnar eru tilbúnar. Ég nota forsoðnar kjúklingabaunir og skelli þeim í pottinn í lokin.
Njótið :)

Gulrætur:
-Rík uppspretta af kalíum sem talið  er   auka blóðflæðið 
-Innihalda mikið af sótthreinsandi  efnum
-Bæta sjónina
-Að borða gulrót daglega dregur úr  líkum á heilablóðflæði um 68%
-Innihalda mikið af beta-karótíni  sem   hjálpar að draga úr líkum  á ýmsum   krabbameinum
-Koma reglu á blóðsykurinn þar  sem   þær innihalda mikið af  karótenóíða
-Auka hárvöxt og þykkja hárið 
-Bæta ónæmiskerfið
Kjúklingabaunir:
-Góðar fyrir beinabyggingu og  beinstyrk
-Hjálpa við að koma í veg fyrir  hægðatregðu 
-Ríkar af járni, fosfati og kalsíum 
-Innihalda mikið magn af trefjum 
-Lækka kólesteról
-Innihalda selen sem kemur í veg  fyrir bólgur 
-Bæta svefninn
bottom of page