top of page
6 MÁNAÐA ÞJÁLFUN
Heilsuráðgjöf - lífstíll og næring
Green Goodness
Ég er heilsumarkþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi og aðstoða fólk við að ná góðri heilsu. Ég býð uppá persónulega ráðgjöf fyrir þá sem vilja öðlast heilbrigðan lífsstíl með hollu mataræði, hreyfingu og lífsstílsbreytingum. Einnig er ég menntaður einkaþjálfari og jógakennari. 
Ég hjálpa þér að ná markmiðum þínum sem tengjast lífsstíl, t.d varðandi mataræði, svefn, tímastjórnun, núvitund, hreyfingu eða annað slíkt. Þetta snýst ekki um skyndilausn heldur finnum við einstaklingsmiðaða lausn sem virkar fyrir þig til lengri tíma, með einu skrefi í einu. 
Heilsumarkþjálfunin fer fram aðra hverja viku, klukkutíma í senn, yfir 6 mánaða tímabil. Notast er við heildræna nálgun að vellíðan, hollum lífsstíl og bættu mataræði. Það hefur verið sýnt fram á það að 6 mánuðir er sá tími  sem þarf til þess að einstaklingurinn finni fyrir breytingum á líðan og líkama og nái að viðhalda góðum venjum og nýjum lífsstílsbreytingum.
Ég hjálpa þér að læra að hlusta á eigin líkama þar sem allar matarvenjur eru mismunandi fyrir hvern einstakling fyrir sig og eru allir með sínar sérþarfir. Margt sem telst "hollt" hentar kannski ekki fyrir þinn líkama. Ef þú ert orkulaus, þjáist af magavandamálum eða bólgum í líkamanum, vilt léttast, losna undan streitu eða einfaldlega líða betur í eigin líkama þá er þessi þjálfun fyrir þig.
Í mörgum tilfellum veit líkaminn hvað hann er að gera og læknar sig sjálfur frá ýmsum veikindum en við erum stanslaust að koma í veg fyrir það með því að borða óhollan mat og stunda slæmar lífstílsvenjur. Það kemur í veg fyrir að líkaminn geti til dæmis unnið úr bólgum, þar sem bólgur eru uppspretta flestra sjúkdóma.
ÞESSI ÞJÁLFUN ER FYRIR ÞIG EF ÞÚ ...
 • vilt grennast eða þyngjast
 • ert komin/n með nóg af skyndilausnum og vilt langvarandi breytingu
 • vilt minnka bólgur í líkamanum
 • ert óviss hvað er best að borða fyrir þinn líkama
 • vilt auka orku og líða vel í eigin skinni
 • þarft leiðbeiningar, stuðning og hvatningu 
 • upplifir uppþembu, vindgang eða hægðatregðu
 • veist ekki hvernig á að elda 
 • ert með bólur eða húðvandamál
 • vilt bæta meltinguna
 • borðar hollt en nærð ekki ákjósanlegri þyngd 
 • upplifir mikla fíkn, matarfíkn, áfengisfíkn eða annað slíkt
 • ert í baráttu við átköst (binge eating)
 • sefur ekki vel og vaknar þreytt/ur
 • upplifir stress og streitu
 • vera örugg/ur þegar kemur að því að velja hollan mat
 • telur þig vera heilsusamlega/n en þú vilt bæta þig enn meira
 • hefur vilja til að gera lífsstíls- og mataræðisbreytingar sem stuðla að þínum markmiðum
 • skilur að mataræði og lífstíll spilar stórt hlutverk í þinni heilsu
 • læra að hlusta á þinn eigin líkama og vita hvaða matur hentar þér best
INNIFALIÐ Í 6 MÁNAÐA ÞJÁLFUN:
 • 12 Viðtalstímar yfir 6 mánaða tímabil
 • 1 klukkustund í senn aðra hverja viku
 • Matardagbók
 • Stuðningur gegnum netið eða í síma milli tíma 
 • Heilsubók að vali þjálfara sem hentar hverjum viðskiptavin fyrir sig
 • Mæling á blóðsykri, fituprósentu og vöðvamassa
 • Æfingaprógram sem hægt er að gera heima eða í ræktinni 
 • Hollar og næringaríkar uppskriftir 
ER HEILSUMARKÞJÁLFUN FYRIR ÞIG?
Ég býð uppá 40 mín frían viðtalstíma þar sem við getum séð hvort þessi þjálfun hentar þér. Ég er staðsett í Skeifunni 19, 2. hæð. 
Sendu tölvupóst á anna@holistic.is til að ská þig.
bottom of page