Líkami og heilsa ehf 

Líkami og heilsa ehf er nýlegt fyrirtæki sem hefur það að leiðarljósi að miðla og aðstoða fólk varðandi heilsu, bæði líkamlega og andlega, í gegnum mataræði, hugarfar, lífsstíl, jóga, öndun og hreyfingu. Stofnandi og eigandi fyrirtækisins er Anna Lind Fells Snorradóttir.

Anna Lind hefur haft gríðarlegan áhuga á heilsu í mörg ár. Hún var sjálf að berjast við stanslausa magaverki, uppþembu og orkuleysi, hún var mikill sykurfíkill og hugsaði lítið um heilsuna. Einn daginn snéri hún blaðinu við, prófaði hráfæði í 1 og 1/2 ár og út frá því byrjaði hún að tileinka sér hollan lífsstíl. 

020319_007 (2).jpg
27573576_838621339676538_695107594774328

Hver er ég?

Anna Lind Fells heiti ég og er eigandi fyrirtækisins Líkami og Heilsa ehf. Ég er menntuð í Functional Medicine eða hagnýtri lækningu frá The School of Applied Functional Medicine í Bandaríkjunum. Þessi fræði leggur áherslu á að finna rótarástæðu sjúkdóma eða vanlíðunar á náttúrulegan hátt, án lyfja. Einnig er ég heilsumarkþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi frá Institute for Integrative Nutrition Health Coach og aðstoða fólk við að ná góðri heilsu. Ég tók nám í hreyfivísindum hjá CHEK institue og stig 2 í Holistic lifestyle coaching eða heildrænni lífsstílsþjálfun.
Ásamt því hef ég lokið námi í einkaþjálfun og tveimur jógakennaranámum, bæði frá Tælandi og Íslandi.

 

Ég hef haft gríðarlegan áhuga á heilsu í mörg ár, bæði andlegri og líkamlegri heilsu og veiti heilsuráðgjöf í Akralind 3, Kópavogi. Ég held fyrirlestra, netnámskeið, býð uppá jóganámskeið, ásamt vellíðunar- & jóga retreati.

~Anna Lind Fells

Menntun og námskeið:
2019 ... Nám í Applied Functional Medicine hjá SAFM
2019 ... Nám í hreyfivísindum (e. Integrated Movement Science) hjá Chek institute

2019 -  Nám í heildrænni lífsstílsþjálfun (e. Holistic Lifestyle Coaching)  hjá Chek institute - Stig 2

2019 ... Yin Yoga Teacher Training - 30klst
2019 - Útskrifaðist sem Anusara jógakennari frá Shree Yoga á Íslandi - 200klst
2018 - Útskrifaðist sem heilsumarkþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi, frá
   Institute of integrative nutrition í New York
2018 - Námskeið í kuldaþjálfun 
2018 - Útskrifaðist sem Hatha jógakennari frá Samma Karuna jógakennaraskóla í Tælandi - 220klst
2017 - Kláraði nám í einkaþjálfun hjá einkaþjálfaraskóla World Class
2017 - 5 daga hráfæðisnámskeið hjá Kate Magic
Útskrift úr Menntaskólinn við Hamrahlíð af náttúrufræðibraut 

Líkami og heilsa ehf
Kt. 561018-0810

annafells@uglan.is

659 1662

ÞJÓNUSTA Í BOÐI

RÁÐGJÖF - NÆRING - HREYFING - HUGARFAR - LÍFSSTÍLL

Food Blogger

Heilsumarkþjálfun

6 mánaða heilsumarkþjálfun. Notast er við heildræna nálgun að vellíðan, hollum lífsstíl og bættu mataræði. Staðsett í Skeifunni 19.

Laughing Yoga

Jóganámskeið

4 vikna streitulosandi jóganámskeið fyrir byrjendur. Hádegistímar í Kristalhofinu, Síðumúla 15.

H6A8943.jpg

Jóga- & vellíðunarferð

3 nætur á 360 hótel, hollur matur, jóga, fyrirlestrar um heilsu, tónheilun, djúpslökun & nudd.

Fit Woman

Fjarþjálfun

Þú getur valið um heimaprógram, ræktarprógram og matarplan  sem inniheldur hollar uppskriftir

Massage

Nudd

60-90 mín heilsunudd fyrir líkama og sál. Slakandi og endurnýjandi!

Skeifan 19, 2. hæð.

Sjá meira
Document with Pen

5 skipta heilsuráðgjöf

5 tímar í heilsuráðgjöf, 60 mín í senn.