Líkami og heilsa ehf
Líkami og heilsa ehf er nýlegt fyrirtæki sem hefur það að leiðarljósi að miðla og aðstoða fólk varðandi heilsu, bæði líkamlega og andlega, í gegnum mataræði, lífsstíl, jóga og hreyfingu. Stofnandi og eigandi fyrirtækisins er Anna Lind Fells Snorradóttir.
Anna Lind hefur haft gríðarlegan áhuga á heilsu í mörg ár. Hún var sjálf að berjast við stanslausa magaverki, uppþembu og orkuleysi, hún var mikill sykurfíkill og hugsaði lítið um heilsuna. Einn daginn snéri hún blaðinu við, fór á hráfæði í 1 og 1/2 ár og út frá því byrjaði hún að tileinka sér hollan lífsstíl. Hráfæði er fæða sem er lifandi og hefur ekki verið hituð yfir 42° C. Þegar hitað er matinn þá eyðileggjast ensímin í matnum, sem hjálpa okkur við að melta matinn, ásamt ýmsum vítamínum. Hráfæði getur virkilega breytt lífi fólks og það hefur hjálpað fjölda fólks að berjast við ýmsa sjúkdóma, líkt og gigt.
Í dag borðar Anna Lind engar dýraafurðir og enga unna fæðu, hvorki sykur, hveiti, aukaefni né annað slíkt. Hún hefur lesið ótal bækur og skrifað ýmsar greinar um heilsu og lífsstíl. Anna Lind er lærður einkaþjálfari, jógakennari og heilsumarkþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi.
"Ég hef mikinn áhuga á öllu sem tengist heilsu og almennri vellíðan. Ég hef verið plant based vegan síðan árið 2014 og það breytti mínu hugarfari algjörlega hvað varðar heilsu og auðvitað velferð dýra. Ég var á 100% hráfæði (raw vegan diet) fyrsta eina og hálfa árið en núna borða ég einnig eldaðan mat, svo lengi sem hann er hollur. Ég legg þó ennþá mikla áherslu á hráfæði og lifandi fæði.
Hreyfing er einnig nauðsynleg og ég tel það mjög mikilvægt að styrkja líkamann, t.d. með styrktaræfingum eða jóga, sérstaklega fyrir fólk á miðjum aldri og eldra. Jóga hefur alltaf verið mín ástríða og líf mitt tók aðra stefnu eftir að ég kynntist og fór að stunda jóga árið 2011.
Markmiðið mitt er að hjálpað fólki að líða vel í eigin líkama, ná markmiðum sínum, vera sátt með sjálfa/n sig og vera uppfull af orku alla daga."
Menntun og námskeið:
2019 ... - Nám í Applied Functional Medicine hjá SAFM
2019 … - Integrated Movement Science-Exercise Coach nám hjá Paul Chek Institute
2019 ... - Yin Yoga Teacher Training - 30klst
2019 … - Vegan and vegetarian Nutritionist Diploma
2019 … - Irritable Bowel Synrome Awareness Diploma
2019 … - Cancer Awareness Diploma
- Útskrifuð sem heilsumarkþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi, frá
Institute of integrative nutrition í New York
- Námskeið í kuldaþjálfun
- Útskrifuð sem Hatha jógakennari frá Samma Karuna jógakennaraskóla í Tælandi
- Nám í einkaþjálfun hjá einkaþjálfaraskóla World Class
- 5 daga hráfæðisnámskeið hjá Kate Magic
- Menntaskólinn við Hamrahlíð - Náttúrufræðibraut
Líkami og heilsa ehf
Kt. 561018-0810
659 1662
Þjónusta
