RÁÐGJÖF - NUDD - HOLLUR LÍFSSTÍLL
Líkami og heilsa ehf
Líkami og heilsa ehf var stofnað árið 2018 og hefur það að leiðarljósi að miðla og aðstoða fólk varðandi heilsu, bæði líkamlega og andlega, í gegnum mataræði, hugarfar, lífsstíl, öndun og hreyfingu. Stofnandi og eigandi fyrirtækisins er Anna Lind Fells Snorradóttir.
Anna Lind hefur haft gríðarlegan áhuga á heilsu í mörg ár. Hún var sjálf að berjast við stanslausa magaverki, uppþembu og orkuleysi, hún var mikill sykurfíkill og hugsaði lítið um heilsuna. Einn daginn snéri hún blaðinu við og byrjaði að tileinka sér hollan lífsstíl.
Hver er ég?
Anna Lind Fells heiti ég og er eigandi fyrirtækisins Líkami og Heilsa ehf. Ég er menntuð í Functional Medicine eða hagnýtri lækningu frá The School of Applied Functional Medicine í Bandaríkjunum. Þessi fræði leggur áherslu á að finna rótarástæðu sjúkdóma eða vanlíðunar á náttúrulegan hátt, án lyfja. Einnig er ég heilsumarkþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi frá Institute for Integrative Nutrition Health Coach og aðstoða fólk við að ná góðri heilsu. Ég tók nám í hreyfivísindum hjá CHEK institue og stig 2 í Holistic lifestyle coaching eða heildrænni lífsstílsþjálfun.
Ásamt því hef ég lokið námi í einkaþjálfun og tveimur jógakennaranámum, bæði frá Tælandi og Íslandi.
Ég hef haft gríðarlegan áhuga á heilsu í mörg ár, bæði andlegri og líkamlegri heilsu og veiti heilsuráðgjöf á Fiskisklóð 49-51 (Granda101) og nudd í Sólir Jógastúdíó. Ég held fyrirlestra, netnámskeið, býð uppá nudd, jóganámskeið, ásamt vellíðunar- & jóga retreati.
~Anna Lind Fells