top of page

Stakur tími í næringar- & lífsstílsþjálfun

UNNIÐ ÚT FRÁ FRÆÐUM FUNCTIONAL MEDICINE

Komdu líkamanum í jafnvægi á náttúrulegan hátt og öðlastu orkuríkara líf

OM.png

Functional Medicine

Functional medicine (hagnýtar lækningar) snýst um að finna rótarástæðu sjúkdóma og takast á við hana. Þín heilsuvandamál geta verið einkenni af stærra vandamáli sem þarf að takast á við.

Við horfum á líkamann sem eina heild, eitt samstætt kerfi, ekki samansafn sjálfstæðra líffæra sem vinna í sitthvoru lagi. Þessi nálgun snýst um að lækna allt kerfið, allan líkamann en ekki bara bæla niður einkennin.

8a8a33bed81dc6fe6a0d22061bb57374.png

Innifalið

  • 1 klukkustund með Önnu Lind þar sem við förum ítarlega yfir þína heilsu
  • 4 vikna matseðill með uppskriftum sem eru lausar við glúten, mjólkurvörur og sykur
  • Stakur klukkutími kostar 16.000 kr
  • Staðsetning: Grandi 101 (Fiskislóð 49-51)
black-calligraphic-lotus-blossom-yoga-sy

Vilt þú ...

  • Taka ábyrgð á eigin líðan og heilsu

  • Grennast eða þyngjast

  • Langvarandi breytingu, ekki skyndilausnir

  • Leiðbeiningar, stuðning og hvatningu 

  • Minnka bólgur í líkamanum

  • Auka orku og líða vel í eigin skinni

  • Minnka uppþembu, vindgang, niðurgang eða hægðatregðu

  • Sofa betur og vakna hress

  • Ná tökum á streitu og stressi

GÓÐ HEILSA ER BESTA FJÁRFESTINGIN

“Let food be thy medicine and medicine be thy food.”
― Hippocrates

EINKENNI OG VANLÍÐAN ERU EKKI EÐLILEG
Líkaminn er að gefa þér skilaboð um að eitthvað sé í ójafnvægi ...

Meltingin er oftar en ekki rót ýmissa sjúkdóma, til dæmis Parkinsons, lifrasjúkdóma, offitu, skjaldkirtilssjúkdóma, sjálfsónæmissjúkdóma líkt og gigtar, MS, sykursýkis 1 og fleiri. Til þess að vinna á þessum sjúkdómum þurfum við að skoða rótina en ekki einungis bæla niður einkennin. Þegar við lögum ekki rótarástæðu sjúkdóma þá náum við aldrei varanlegri vellíðan og endurheimt. Funtional Medicine aðferðafræðin sem ég vinn út frá snýst um að skoða rótarástæðu sjúkdóma en ekki bara ráðast á einkennin. 
Einnig er ég heilsumarkþjálfi, heildrænn næringar- & lífsstílsþjálfi, jógakennari, nuddari, einkaþjálfari og hef lokið stigi 2 í hreyfivísindum. Ég aðstoða fólk við að ná góðri andlegri og líkamlegri heilsu og býð uppá persónulega ráðgjöf fyrir þá sem vilja öðlast heilbrigðan lífsstíl með hollu mataræði, streitustjórnun, öndun, hugarfars- og lífsstílsbreytingum og hreyfingu.
Ef þú ert orkulaus, þjáist af magavandamálum, sjúkdómum eða bólgum í líkamanum, vilt léttast, losna undan streitu eða einfaldlega líða betur í eigin líkama þá get ég aðstoðað þig! Þetta snýst ekki um skyndilausn heldur finnum við einstaklingsmiðaða lausn sem virkar fyrir þig til lengri tíma, með einu skrefi í einu.  
Við hjálpum þér að læra að hlusta á þinn líkama þar sem allar matar- og lífsstílsvenjur eru mismunandi fyrir hvern einstakling fyrir sig. Margt sem telst “hollt” hentar kannski ekki fyrir þinn líkama.
ÞESSI ÞJÁLFUN ER FYRIR ÞIG EF ÞÚ ...
  • vilt taka ábyrgð á eigin líðan og heilsu án skyndilausna
  • vilt grennast eða þyngjast
  • ert með meltingarvandamál, leaky gut, bakflæði, IBS, IBD ...
  • ert með vanvirkan eða óvirkan skjaldkirtil
  • ert með sjálfsónæmissjúkdóm, gigt, MS, sykursýki 1 eða álíka
  • ert komin/n með nóg af skyndilausnum og vilt langvarandi breytingu
  • vilt minnka bólgur í líkamanum
  • ert óviss hvað er best að borða fyrir þinn líkama
  • vilt auka orku og líða vel í eigin skinni
  • þarft leiðbeiningar, stuðning og hvatningu 
  • upplifir uppþembu, vindgang eða hægðatregðu
  • ert með bólur eða húðvandamál
  • borðar hollt en nærð ekki ákjósanlegri þyngd 
  • upplifir mikla fíkn, matarfíkn, áfengisfíkn eða annað slíkt
  • sefur ekki vel og vaknar þreytt/ur
  • upplifir stress og streitu
  • telur þig vera heilsusamlega/n en þú vilt bæta þig enn meira
  • skilur að mataræði og lífstíll spilar stórt hlutverk í þinni heilsu
  • læra að hlusta á þinn eigin líkama og vita hvaða matur hentar þér best
Bókaðu stakan tíma hér:
Verð: 15.000 klst fyrir 1 klst.
Staðsetning: Grandi 101, 2. hæð (Fiskislóð 49-51)

Thanks! Message sent.

P1011097.jpg

Um mig

Anna Lind Fells heiti ég og er eigandi fyrirtækisins Líkami og Heilsa ehf. og Holistic ehf. Ég er menntuð í Functional Medicine eða hagnýtri lækningu sem leggur áherslu á að finna rótarástæðu sjúkdóma eða vanlíðunar á náttúrulegan hátt, án lyfja. Einnig er ég heilsumarkþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi frá Institute for Integrative Nutrition Health Coach og aðstoða fólk við að ná góðri heilsu. Ég tók nám í hreyfivísindum hjá CHEK institue og stig 2 í Holistic lifestyle coaching eða heildrænni lífsstílsþjálfun.
Ásamt því hef ég lokið námi í einkaþjálfun, heildrænu nuddi og tveimur jógakennaranámum, bæði frá Tælandi og Íslandi.
 

Ég hef haft gríðarlegan áhuga á heilsu í mörg ár, bæði andlegri og líkamlegri heilsu og veiti heilsuráðgjöf á Granda101. Ég held fyrirlestra, netnámskeið, býð uppá jóganámskeið, ásamt vellíðunar- & jóga retreati.

P1010978-scaled.jpg
bottom of page