RÁÐGJÖF - NUDD - HOLLUR LÍFSSTÍLL
Matarsamblöndun - (e. food combining)
Ertu oft með útþaninn maga eða upplifir uppþembu?
Það gæti værið afleiðing lélegrar samsetningu matar (e. bad food combining).
Þú ættir alltaf að vera upp á þitt besta, ef þú upplifir oft orkuleysi, uppþembu, magaverki eða þreytu, þá ertu líklega að gera eitthvað rangt.
Það getur verið mjög erfitt fyrir meltinguna ef við blöndum saman ákveðnum mat sem ætti ekki að vera blandaður saman. Slæm matarsamblöndun getur valið ýmsum heilsuvandamálum, líkt og brjóstsviða, miklum vindgangi, magaverkjum, meltingarvandamálum og einnig getur það leitt til næringarskorts vegna lélegrar meltingar. Ákveðnir flokkar matar meltast í mismunandi umhverfi, til dæmis meltist próteinríkur matur í súru umhverfi á meðan sterkjur (t.d. kartöflusterkja) meltast í basísku umhverfi. Ef við borðum prótein og sterkju í sömu máltíð þá skerðist meltingin, það er vegna þess að tveir meltingarmiðlar sem framleiddir eru af líkamanum jafna hvor annan út. Ef líkami okkar er ófær um að melta matinn sem við borðum þá munu bakteríur gera vart við sig, gerjast og rotna þar.
Sérhver matarflokkur meltist á mismunandi hraða. Til dæmis tekur það líkamann um það bil 3-4 klukkutíma að melta prótein, 4-5 klukkutíma að melta sterkju og aðeins 30 mínútur til tvo klukkutíma að melta ávexti fullkomlega. Gott er að að drekka ekki vökva með mat eða um það bil hálftíma fyrir mat og klukkutíma eftir á. Flestir átta sig ekki á því hversu erfitt það getur verið fyrir meltinguna að drekka vökva á meðan við borðum, sérstaklega fyrir þá sem upplifa meltingarvandamál. Ef við drekkum vatn á meðan við borðum þá erum við að þynna meltingarvökvann sem meltir matinn okkar. Það hægir á meltingarferlinu og kemur í veg fyrir að maturinn brotni niður eins og hann á að gera. Einnig getur það aukið insúlín í líkama okkar, líkt og matur sem hækkar blóðsykurinn gerir. Insúlínmagn í blóði hefur mikil áhrif á fitumagn í líkamanum, líkaminn geymir frekar fituna ef það er meira um insúlín.
Margir halda að þeir séu með ofnæmi fyrir ákveðnum ávöxtum vegna þess að ávextirnir valda þeim magaverkjum. Í mörgum tilfellum er þetta orsök slæmrar matarblöndunar. Þeir hafa til dæmis blandað dýrapróteini og sterkju saman í máltíð kvöldið áður og þegar þeir reyna að borða ávexti morguninn eftir þá er fyrri máltíðin ennþá að meltast. Þar sem samblöndun sterkju og próteins í einni máltíð hægir á meltingunni, eins og áður kom fram. Eða eru hreinlega að borða ávexti saman með annarri máltíð.
Það fylgir því mjög góður ávinningur fyrir líkamann að fara eftir réttu food combining, til dæmis þyngdartap, betri svefn, betri melting og margt fleira. Að lokum er 90% af öllu því serótóníni sem framleitt er í líkamanum fundið í frumunum í þörmunum sem síðan er sent til heilans, þar af leiðandi er nauðsynlegt að hafa heilbrigða þarma eða heilbrigða meltingu til þess að vera hamingjusamari.
Margar uppskriftir á þessari síðu fylgja réttri matarsamblöndun en aðrar ekki, þið verðið að finna út hvað virkar fyrir ykkur. Sumir á hráfæði fylgja ekki réttri matarsamblöndun en líða samt sem áður ótrúlega vel og upplifa ekki meltingarvandamál, það fer eftir hverjum einstaklingi fyrir sig.
Í eftirfarandi texta eru aðeins viðmið hvaða matarflokkum reynist oft erfitt að blanda saman og viðmiðin gætu ekki hentað öllum, allir eru mismunandi og ættu að hlusta á sinn eigin líkama. Ef þér líður vel að blanda saman próteini og sterkju þá þarftu ekki að forðast það. Persónulega hélt ég að ég væri með óþol fyrir melónu, fékk alltaf mikinn magaverk eftir hana. Þegar ég las um matarsamblöndun þá hætti ég að borða melónu með öðrum mat og byrjaði að borða hana í morgunmat, núna líður mér alltaf rosa vel eftir melónu og fæ engan magaverk.
Food combining viðmið:
Ávextir: ættu alltaf að vera borðaðir á tóman maga eða með dökku laufguðu grænmeti (e.leafy greens).
Sweet fruits eins og bananar mega blandast við sub-acid fruits, eins og epli, en ekki acid fruits, eins og sítrónu.
Sub-acid fruits mega blandast við bæði sweet fruits og acid fruits.
Acid fruits mega aðeins blandast við sub-acid fruits
Melónur ættu að vera borðaðar á tóman maga og ekki ætti að blandað þeim saman við neinn annan mat né ávöxt. „Eat it alone or leave it alone“.
Dökkt laufgað grænmeti (e. leafy greens): má blanda saman við næstum allan mat vegna þess að það meltist svo auðveldlega. Grænt laufgað grænmeti, til dæmis spínat, strandblaðka, grænkál, er eina grænmetið sem hægt er að blanda við ávexti.
Grænmeti: er erfiðara í meltingu heldur en græn laufguð grænmeti, þar sem þau innihalda oftast meiri sterkju. Grænmeti ætti ekki að vera blandað saman við ávexti, hins vegar er í lagi að blanda því saman við acid fruits. Aftur á móti blandast það vel saman við prótein, olíur, sterkjur og kornmeti.
Fita og olíur: ættu ekki að vera blandað saman við sub-acid fruits né sweet-fruits. Aftur á móti er í lagi að blanda þeim saman við acid-fruits og sterkjur, einnig blandast þau mjög vel saman við allt grænmeti.
Prótein: fer vel saman við grænmeti og acid-fruits. Aftur á móti blandast það ekki vel saman við sterkjur, ávexti, fitu og olíur.
Heimildir:
Alper, Joseph. Ulcers as an infectious disease. Science,
Vol. 260, April 9, 1993.
General References: Shelton, Herbert M. "Food Combining Made Easy."