RÁÐGJÖF - NUDD - HOLLUR LÍFSSTÍLL
Möndlumjólk
INNIHALD:
1 bolli hráar möndlur, leggið í bleyti í 8 klst.
3 1/2 bolli vatn
2 döðlur
1 msk lesitín (má sleppa)
1/2 tsk vanilluduft
1/2 tsk kanill
smá sjávarsalt
AÐFERÐ:
Setjið möndlurnar og vatnið í góðan blandara og hrærið vel.
Bætið síðan restinni saman við og hrærið.
Notið mjólkurpoka til að sía mjólkina.
Njótið!
Möndlur:
-Stuðla að heilbrigðri starfsemi heilans
-Góð uppspretta E vítamíns og andoxunarefna
-Koma í veg fyrir sykursýki
-Hjálpa við meltingu og hreinsun líkamans
-Stuðla að heilbrigðum bakteríuvexti í þarmaflórunni
-Viðhalda sterkum beinum og tönnum
-Hjálpar til að viðhalda góðu rakastigi í húðinni
Kanill:
-Stútfullur af andoxunarefnum
-Minnkar magn glúkósa sem fer í blóðið
-Góður gegn sykursýki
-Hefur góð áhrif á taugasjúkdóma
-Hjálpar að koma í veg fyrir tannskemmdir og dregur úr andfýlu
-Góður gegn bakteríu- og sveppasýkingum