RÁÐGJÖF - NUDD - HOLLUR LÍFSSTÍLL
Avokadó myntuís með súkkulaðibitum
Ísinn veitir 1-2 skammta
INNIHALD:
2 stór avokadó
3 msk hunang eða agave síróp
1/4-1/2 bolli rísmjólk
10 myntulauf eða piparmyntudropar
1/2 kreist sítróna
2 stuttar lengjur úr plötu af 70% súkkulaði, sirka 8 bitar (má sleppa)
Smá sjávarsalt
AÐFERÐ:
Blandið öllu saman nema súkkulaðibitunum í góðum blandara eða matvinnsluvél. Setjið í form, skerið súkkulaðibitana smátt og blandið þeim saman við og setjið beint inn í frysti í nokkrar klukkustundir.
Látið standa í sirka 10 mínútur áður en ísinn er borðaður.
Njótið!
Avókadó:
-Rík af hollri fitu
-Innihalda 20 mismunandi vítamín og steinefni
-Rík af C og K vítamíni
-Innihalda meira kalíum en bananar
-Geta lækkað kólesteról og þríglýseríð gildi
-Geta hjálpað við upptök og nýtni næringarefna
-Vernda sjónina
-Góð fyrir beinin
Sítróna:
-Styrkir ónæmiskerfið
-Hreinsar einnig magann og blóðið
-Rík af C vítamíni, B6, A og E vítamíni
-Hjálpar að koma í veg fyrir sykursýki og hægðatregðu
-Lækkar háan blóðþrýsting
-Minnkar líkur á heilablóðfalli
-Eykur járnupptöku