RÁÐGJÖF - NUDD - HOLLUR LÍFSSTÍLL

Döðlugott
INNIHALD:
200g kókosolía
500g steinlausar döðlur
1 dl kókospálmasykur
1/2 dl döðlusíróp
10 dropar vanillu stevía
5 bollar quinoa puffs frá ORGRAN (fæst í Heilsuhúsinu Lágmúla, sjá mynd)
Súkkulaði:
300g 70% súkkulaði
2 msk agave síróp
2 tsk kókosolía
2 msk möndlusmjör
AÐFERÐ:
Byrjaðu á því að skera döðlurnar niður.
Settu síðan kókosolíu, döðlur, kókospálmasykur, döðlusíróp og stevíu í stóran pott og láta það hitna og blandast vel saman, þangað til döðlurnar eru vel maukaðar. Taktu pottinn af hellunni og blandaðu quinoa puffs vel saman við.
Settu bökunarpappír á ofnskúffu eða stórt eldfast mót og þjappaðu deiginu vel saman ofan á bökunarpappírinn.
Súkkulaði:
Bræddu súkkulaðið með agave sírópi, kókosolíu og möndlusmjöri.
Smyrðu kreminu ofan á deigið þegar deigið hefur kólnað, eftir sirka 20 mín.
Hægt er að skreyta með hvítu kremi. Ég blandaði saman þykkri kókosmjólk, kókosolíu og stevíu.
Njóttu!
Döðlur:
-Ríkar af A vítamínum, B1 og E
-Frábærar fyrir meltinguna
-Góðar fyrir timburmenn
-Innihalda mikið af járni þannig þær eru góðar fyrir blóðleysi
-Æðislegar fyrir hjartað
-Ríkar af magnesíum
Kínóa:
-Eitt af próteinríkustu fæðu sem hægt er að fá
-Inniheldur næstum því tvöfalt meira af trefjum en flestar aðrar kornvörur
-Inniheldur B2 sem bætir efnaskipti heilans og í vöðvafrumum
-Er með lágan sykurstuðul sem er gott til þess að jafna blóðsykurinn
-Ríkt af mikilvægum steinefnum líkt og járni og magnesíum
-Stútfullt af andoxunarefnum
-Ríkt af B vítamínum, kalsíum og kalíum
