top of page
89.900 kr september.jpg

GISTING - JÓGAKENNSLA - HREYFIFLÆÐI - KYRRÐ - FYRIRLESTRAR OG FRÆÐSLA - HOLLUR MATUR - SIGLING - DJÚPSLÖKUN

Slakaðu á í róandi umhverfi í sveitakyrrðinni. Fosshótel Jökulsárlón er fyrsta flokks 4 stjörnu hótel og er staðsett á milli Skaftafells og Jökulsárlóns, tveggja af helstu náttúruperlum Íslands. Boðið verður uppá jóga og djúpslökun, hreyfiflæði og teygjur, fræðslu og fyrirlestur um heilsu og streitu, siglingu um Fjallsárlón, náttúrugöngu að Svartafossi, ásamt morgunmat, hádegismat og 2ja rétta kvöldverð.
Innifalið er aðgangur að spa sem inniheldur heita potta og saunu. 


Verð:
89.900 kr á mann miðað við 2 í herbergi. 

100.900 kr á mann miðað við einn í herbergi
10% early bird afsláttur ef þú skráir þig fyrir 3. september 2021

JÓGA OG HEILSuHELGI
17.-19. september 2021

DAGSKRÁ

OM.png

FÖSTUDAGUR

Gestir mæta á Fosshótel og koma sér fyrir
17:30 Kynning á dagskrá helgarinnar - öndun & slökunarjóga

19:00 2ja rétta kvöldverður

black-calligraphic-lotus-blossom-yoga-sy

LAUGARDAGUR

08:30 Mjúkt morgunjóga og öndun (60 mín)
9:30 Morgunmatur
10:30 Sigling um Fjallsárlón

13:30 Hádegismatur
14:30 Slökun, sauna og heitir pottar
16:30 Fyrirlestur um taugakerfið og streitustjórnun + hreyfiflæði og slökun(90mín)

19:30 2ja rétta kvöldverður

seedoflife.png

SUNNUDAGUR

08:30 Slökunarjóga og öndun (60 mín)
09:30 Morgunmatur
10:00 Slökun, sauna og heitir pottar
11:00 Útritun 
11:30 Náttúruganga að Svartafossi
á heimferð (val)

 

SKRÁNING Í HEILSUFERÐ

Skráning og fyrirspurnir fara fram með tölvupósti á annafells@uglan.is - endilega taktu fram fullt nafn og símanúmer við skráningu.
Sími: 659-1662
020319_007 (2).jpg

Anna Lind Fells

Anna Lind Fells er menntuð í Functional Medicine eða hagnýtri lækningu frá The School of Applied Functional Medicine. Þessi fræði leggur áherslu á að  finna rótarástæðu sjúkdóma eða vanlíðunar á náttúrulegan hátt, án lyfja. Einnig er hún heilsumarkþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi og aðstoða fólk við að ná góðri heilsu. Ásamt því hefur hún lokið námi í einkaþjálfun, hreyfifærni og tveimur jógakennaranámum, bæði frá Tælandi og Íslandi. Anna Lind kennir hot yoga í Reebok fitness ásamt því að halda sín eigin jóganámskeið.

Anna Lind Fells er eigandi fyrirtækisins Líkami og Heilsa ehf og hefur haft gríðarlegan áhuga á heilsu í mörg ár, bæði andlegri og líkamlegri heilsu. Hún býður uppá heilsuráðgjöf í Skeifunni 19 og heldur úti heimasíðunni likamiogheilsa.is þar sem hún deilir ýmsum uppskriftum, heilsuráðum og þjónustum.

 

Menntun og námskeið:

  • 2019-2020 - Anusara 200 klst Jógakennaranám hjá Shree Yoga

  • 2019 ... - Nám í Applied Functional Medicine hjá SAFM

  • 2019 - 2020 Integrated Movement Science - Exercise Coach hjá Paul Chek Institute    

  • 2019 -2020 Yin Yoga Teacher Training - 30 klst

  • 2018 - 2019 Heilsumarkþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi, frá Institute of integrative nutrition í New York

  • 2018 Hatha jógakennari frá Samma Karuna jógakennaraskóla í Tælandi 200 klst

  • 2017 Nám í einkaþjálfun hjá einkaþjálfaraskóla World Class​

Vald%C3%ADs_edited.jpg

Valdís Helga

Valdís er íþróttafræðingur og jógakennari. Hún hefur starfað í heilsugeiranum í að verða 8 ár og komið víða við á sínum ferli. Þar að auki er hún ein stofnenda barna- og fjölskylduhátíðarinnar Kátt á Klambra og hefur komið að skipulagningu ýmissa jógatengdra viðburða og meðal annars kennt í félagsmiðstöðvum, tónlistarhátíðum og leitt yoga retreat erlendis. Valdís kennir hot yoga í Hreyfingu Heilsulind og movement tíma í Primal Iceland. Einnig býður hún upp á einkatíma í Primal þar sem unnið er saman út frá markmiðum kúnnans, hvort sem það er tengt liðleika, styrk, streitulosun eða auka vellíðan í stoðkerfi og hvernig er hægt að bæta inn venjum í daglegt líf sem stuðla að bættri heilsu og vellíðan. 
 

Menntun og námskeið:

  • 2018: BSc í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík

  • 2013: 200 stunda jógakennaranám frá Jógastúdíó

  • Þar að auki fjöldi námskeiða og vinnustofur á borð við StrongFit, Emmet Louis, Mikael Kristiansen, Kirsty Gosart, sótt tíma erlendis í stöð Ido Portal, skyndihjálparnámskeið, Dale Carnegie o.fl.

bottom of page