RÁÐGJÖF - NUDD - HOLLUR LÍFSSTÍLL
Raw jarðaberjakaka
INNIHALD:
Botn:
1 1/2 bolli pekanhnetur
1/2 bolli kasjúhnetur
1/2 bolli rúsínur
20 ferskar döðlur, kjarnahreinsaðar
2 msk hreint kakóduft
1 tsk hreint vanilluduft
smá sjávarsalt
1 tsk agave sýróp
Krem:
3/4 bolli kasjúhnetur, lagðar í bleyti yfir nótt
1 dós 400 ml kókosmjólk
5 msk ferskur sítrónusafi eða um það bil safi úr 1/2 sítrónu
5 sítrónudropar (má sleppa)
3 msk agave sýróp
2 msk kókosolía, brædd
5-10 frosin jarðaber
AÐFERÐ:
Botn:
Setjið allt, fyrir utan döðlurnar, rúsínurnar og agave, í matvinnsluvél og hrærið vel. Bætið síðan restinni saman við og hrærið.
Setjið botninn í kökuform og inn í frystinn á meðan kremið er útbúið.
Krem:
Setjið allt í blandara eða matvinnsluvél, nema jarðaberin, og hrærið vel. Hellið 3/4 af kreminu yfir kökubotninn og setjið restina aftur í blandara ásamt 5-10 frosnum jarðaberjum. Hrærið vel og skreytið síðan kökuna eins
og þið viljið með jarðaberjakreminu.
Hægt er að búa til hollara súkkulaðikrem til skreytingar!