top of page
Raw jarðaberjakaka

INNIHALD:

Botn:
1 1/2 bolli pekanhnetur

1/2 bolli kasjúhnetur
1/2 bolli rúsínur
20 ferskar döðlur, kjarnahreinsaðar
2 msk hreint kakóduft
1 tsk hreint vanilluduft

smá sjávarsalt

1 tsk agave sýróp

Krem:
3/4 bolli kasjúhnetur, lagðar í bleyti yfir
nótt

1 dós 400 ml kókosmjólk
5 msk ferskur sítrónusafi eða um það bil safi úr 1/2 sítrónu
5 sítrónudropar (má sleppa)

3 msk agave sýróp  

2 msk kókosolía, brædd

5-10 frosin jarðaber

AÐFERÐ:

Botn:
Setjið allt, fyrir utan döðlurnar, rúsínurnar og agave, í matvinnsluvél og hrærið vel. Bætið síðan restinni saman við og hrærið.

Setjið botninn í kökuform og inn í frystinn á meðan kremið er útbúið.

Krem:
Setjið allt í blandara eða matvinnsluvél, nema jarðaberin, og hrærið vel. Hellið 3/4 af kreminu yfir kökubotninn og setjið restina aftur í blandara ásamt 5-10 frosnum jarðaberjum. Hrærið vel og skreytið síðan kökuna eins
og þið viljið með jarðaberjakreminu. 

Hægt er að búa til hollara súkkulaðikrem til skreytingar!

Jarðaber:
-Frábær uppspretta af C-vítamíni
-Góð fyrir heilsu augnanna
-Rík af andoxunarefnum
-Vinna gegn slæmu kólesteróli
-Minnka bólgur
-Ávöxtur sem hefur bestu áhrifin á  hjartað
-Jafna út blóðþrýsting
-Rík af trefjum
Kasjúhnetur:
-Ríkar af magnesíum sem er  mikilvægt fyrir beinin
-Koma í veg fyrir gallsteina
-Auðugar af vítamínum líkt og  ríbóflavín, pantóþensýru, þíamín og   níasín sem koma í veg fyrir blóðleysi
-Stuðla að góðum nætursvefn
-Hjálpa líkama okkar að fullnýta járn   og útrýma sindurefnum (e. free   radicals)
-Vernda gegn UV geislum sólar og  koma í veg fyrir hrörnun í  augnbotnum
bottom of page