top of page

Kuldaþjálfun

Kuldi hefur gríðarleg áhrif á líkamann og starfsemi hans. Kuldaböð hafa lengi verið stunduð samhliða mörgum íþróttum eftir átök þar sem það minnkar vöðvaspennu og dregur úr bólgum, til dæmis eftir fótbolta- og fimleikaæfingar. Rannsóknir hafa sýnt að kuldi dregur meðal annars úr harðsperrum í líkamanum, bólgum og mígreni, hjálpar líkamanum að brenna fitu, eykur framleiðslu endorfíns, hefur jákvæð áhrif á liðina og parkinson’s sjúkdóma. Kuldi deyfir einnig sársauka og önnur skynfæri í vöðvum og liðamótum.

"Ísmaðurinn":

Maður að nafni Wim Hof, kallaður ísmaðurinn, átti upptökin að þessu öllu saman. Í langan tíma glímdi hann við þunglyndi, leið illa bæði andlega og líkamlega, hann var orkulaus alla daga og fann ekki tilgang með lífi sínu. Wim Hof byrjaði að stunda ísböð og samkvæmt honum gaf það honum lífskraft og breytti lífi hans til muna. Ísmaðurinn klifraði Mount Everest aðeins í stuttbuxum og skóm, hljóp hálft maraþon berfættur og á stuttbuxunum einum í arctic circle í Finnlandi. Núna er hann með 20 met í heimsmetabók Guinnes, meðal annars fyrir lengsta sundsprett undir ís og lengsta tímann í ísbaði, rétt undir tveimur klukkustundum.

Engin ofurhetja - allir geta reynt:

Hann er engin ofurhetja þar sem þetta er aðeins tækni og viljastyrkur. Hann þjálfaði til dæmis 25 manna hóp af fólki í því sama og hann er þjálfaður í og þau klifruðu saman Kilimanjaro fjallið í Tanzania í Austur Afríku. Fjallið er 5.895 m hátt og hitastigið fer niður í -20° á toppnum, þátttakendur voru aðeins í stuttbuxum. Það tók hópinn 48 klukkustundir að labba upp á topp, venjulegir fjallgöngumenn fara upp á topp á 5 dögum, í minnsta lagi, til þess að koma í veg fyrir köfnunarveiki. Mikilvægasta af þessu öllu er að margir í hópnum glímdu við alvarleg veikindi, til dæmis liðagigt, krabbamein, MS-sjúkdóm, astma og fleira. 

Myndband með Wim Hof:


 

Hvernig?

Kuldameðferð getur verið í formi kaldrar sturtu eða með því að fara í kaldan pott,  eins og er að finna í mörgum sundlaugum nú til dags. Einnig er hægt að labba úti fáklæddur í miklum kulda en kuldi í vökvaformi er talinn mun árangursríkari leið, líkt og ísböð. Æfingin er fyrir alla sem vilja auka lífskraftinn og vellíðan, bæði andlega og líkamlega. Fólk notar einnig þessa meðferð til þess að heila sjálfan sig frá ýmsum sjúkdómum. Aðferðin vekur upp “innri eld” líkamans. Þetta er engin keppni og góð leið til að byrja er að enda sturtuferðirnar alltaf á köldu vatni. Í kuldaþjálfun hjá Wim Hof eru notaðar öflugar öndunaræfingar til að búa líkamann undir kuldann, til þess að við getum tekið betur á móti kuldanum og verðum meðvitaðari um líkamann.

Öndunaræfing með Wim Hof:

Af hverju?​

Kostir kuldaþjálfunar eru til dæmis aukin orka, minna stress, sterkara ónæmiskerfi, fljótari endurheimt eftir æfingar, betri einbeiting, hefur góð áhrif á taugakerfið, bættur svefn og aukið blóðflæði sem kemur í veg fyrir stíflaðar slagæðar. Einnig mjög gott fyrir húðina og hárið, bætir hjarta- og æðakerfið, æðarnar verða bókstaflega sterkari og stærri, ásamt því að vera betra fyrir frjósemi heldur en heitt vatn.

Dæmisögur:

Rannsókn sem gerð var árið 2014 í Hollandi hélt því fram að fólk getur haft áhrif á taugakerfið og ónæmiskerfið með viljastyrk. Það var talið ógerlegt fram að þessum tímapunkti. Burt séð frá rannsóknum þá hefur fólk um allan heim gjörbreytt lífi sínu með kuldameðferðum. Maður að nafni Henk Van Den Bergh þjáðist af liðagigt í 27 ár og var ekki búinn að komast í vinnuna í langan tíma vegna veikinda, hann prófaði aðferð ísmannsins í dágóðan tíma og er loksins nægilega hress til að fara í vinnuna. Lesa má hans sögu hérÖnnur saga af manni að nafni Hans Spaans sem þjáðist af parkinsons’s sjúkdómi. Hann hefur snúið við einkennum sjúkdómsins sem er mjög magnað. Í flestum tilfellum eru afleiðingar sjúkdómsins á niðurleið og eru engin lyf sem geta snúið við þeim einkennum. Lesa hans sögu hér (1).

 

Rannsóknir:
Önnur rannsókn var gerð af Dr. Matthijs varðandi kuldameðferð. 24 einstaklingar fengu sprautu með dauðum bakteríum, helmingur hópsins var þjálfaður af ísmanninum sjálfum í kuldameðferð á meðan seinni hluti hópsins fengu enga þjálfun. Að fá sprautu með dauðum bakteríum myndi venjulega valda slagi á ónæmiskerfinu sem leiðir til flensu og höfuðverkja, það er einmitt það sem gerðist fyrir seinni hópinn. Allir í hópnum sem ekki voru þjálfaðir urðu veikir á meðan einstaklingarnir sem fengu þjálfun fengu varla nein einkenni yfir höfuð af sprautunni. Ónæmiskerfið í þjálfaða hópnum sýndi engin viðbrögð við bakteríunum (2).

Fitubrennsla:
Rannsóknir hafa sýnt fram á að kuldi hjálpar mikið til við fitubrennslu. Vísindamaður frá Nasa að nafni Ray Cronise grenntist um 300% aukalega í hverri viku eftir að hann bætti við kuldameðferð í viku fitubrennslu rútínu hans. Ástæðan fyrir því að fólk brennir fitu við mikinn kulda er vegna þess að líkamshitinn lækkar skyndilega, þar af leiðandi fara efnaskipti líkamans á fullt til þess að reyna að hita upp líkamann. Með þessu þarf líkaminn að nota auka líkamsorku eða fitu. Með því að bæta við kuldameðferð í brennsluprógramið þitt gefur það þér þrisvar til fjórum sinnum meiri möguleika á að grennast (3).

Brún fita í stað hvítrar:

Þekktasti ávinningur kuldameðferðar er að virkja ákveðinn fituvef í líkamanum sem kallast brún fita. Nýjar rannsóknir hafa sýnt fram á að kuldi getur eytt fitufrumum. Langvarandi áhrif kulda hvetur umbreytingu hvítu fitunnar yfir í brúnan fituvef, það hjálpar til við þyngdartap. Hvít fita safnast til dæmis fyrir á mjöðmum okkar og á maganum, hún er notuð til að geyma auka kaloríur í líkamanum, á meðan brún fita brennir kaloríum til þess að framleiða hita. Lengi hefur verið haldið því fram að brún fita hyrfi nánast hjá fullorðnum en nýjar rannsóknir sýna að hún er aðeins fjarverandi hjá sumum einstaklingum, þeim sem takast á við offitu. Það finnst meira af brúnni fitu hjá einstaklingum sem eru grannir.

Leptín viðtakar:

Kuldameðferð getur einnig spilað mikilvægt hlutverk í að lækna hormónatruflanir sem fylgja offitu. Í því samhengi er helst átt við hormón sem kallast leptín, það er eitt mikilvægasta hormónið sem stjórnar líkamsmassa. Í meginatriðum virkar leptín eins og samskonar hitastillir sem reynir sitt besta að halda líkamsmassanum stöðugum. Hann gerir það með því að auka matarlystina ef einstaklingur er með litlar fitubirgðir í líkamanum en minnka matarlystina ef fitubirgðir einstaklingsins eru miklar. Fólk í yfirþyngd á oft erfitt með að grennast þar sem hormónið leptín er orðið ónæmara. Fitumassinn hjá fólki í yfirþyngd framleiðir meira en nóg leptín en líkaminn hlustar ekki á skilaboðin frá hormóninu, þannig að vandamálið er ekki leptínið sjálft heldur viðtakanir. Samkvæmt rannsóknum eykur kuldi næmi á þessum viðtökum, þannig að líkaminn byrjar aftur að hlusta á skilaboðin frá hormóninu (4).

Kuldaþjálfun á Íslandi
Kuldameðferð fangaði athygli mína þegar ég las um íslenskan mann sem kallar sig Andri Iceland. Hann er nú Íslandsmeistari í ísbaði og glímdi við þunglyndi í mörg ár, offitu, taugaverki, mígreni og mjög slæmt bakvandamál. Verkirnir eru afleiðing alvarlegs slyss sem hann lenti í þegar hann var unglingur. Andri umbreytti lífi sínu þegar hann byrjaði að stunda ísböð og fylgja aðferðum ísmannsins árið 2016, hann léttist um 30 kíló og losaði sig við verkina. Hann segir í viðtali við Vísi að það hafi breytt lífi sínu. Andri setti sér markmið og ákvað að í tíu vikur myndi hann kæla líkamann á hverjum degi. Viðtal við Andra á Vísi 
hér.
 

Ég fór í frían viðtalstíma hjá Andra til að fræðast um hans þjálfun. Allt sem hann sagði var mjög áhugavert þannig að ég bókaði um leið einkatíma hjá honum í kuldaþjálfun.  Fyrst kenndi hann mér tvær öndunaræfingar áður en við fórum í kalda karið. Ég var gáttuð hversu mikil áhrif öndunaræfingarnar höfðu á líkama minn, ég fann strauma um allann líkamann og þær komu mér í þvílíkt núvitundarástand. Þær komu mér til að skellihlæja og gráta á sama tíma, þvílík opnun. Andri er mjög einlægur, ákveðinn og hefur mikla ástríðu fyrir því sem hann gerir, ég sé vel hvað hann hefur mikinn áhuga á að hjálpa fólki. Ég mæli algjörlega með Andra og kuldaþjálfuninni. Hér má sjá facebook síðu Andra. 

Eftir það kláraði ég 4 vikna Wim Hof námskeið hjá Primal Iceland, Faxafeni 12, þar sem ég var æst í að læra meira og fá ítarlegri kennslu. Tímarnir voru tvisvar sinnum í viku í klukkutíma í senn. Námskeiðið gaf mér mikinn viljastyrk og aga til að stunda ísböð á hverjum degi. Í byrjun hvers tíma eru gerðar öndunaræfingar og fleiri léttar æfingar til að hita upp líkamann áður en farið er í kalda karið rétt í lok tímans. Svo er voða gott að hita upp líkamann í gufunni eftir kalda. Þór Guðnason kennir tímana og hann er fyrsti  íslendingurinn sem hefur fengið kennararéttindi í kuldaþjálfun hjá Wim Hof sjálfum.  Þór var sjálfur með ADHD og astma og er nú hættur að nota ADHD lyfin sín og einnig hefur hann losað sig við astmalyfin, þökk sé öndunnarinnar og kuldans.  Allir hefðu gott af þessari þjálfun og hún er að opna nýjan og spennandi kafla í mínu lífi. Ég mæli eindregið með Wim Hof námskeiði hjá Primal Iceland. 

1. Heimild 

2. Heimild 

3. Heimild 

4. Heimild 

bottom of page