top of page
Ofursúkkulaðiklattar

INNIHALD:
1 1/2 bolli poppað kínóa, fæst í Hagkaup (sjá mynd

1 bolli haframjöl

1 dl chiafræ

1/2 dl sesamfræ

2 msk hreint kakóduft

2 msk kókosolía

3 msk brúnt möndlusmjör

2 msk agave eða hlynsíróp

8 stórar medjool döðlur​

AÐFERÐ:
Setjið kókosolíu, möndlusmjör og síróp í skál og bræðið yfir vatnsbaði.

Steinhreinsið döðlurnar og setjið þær í bleyti í nokkrar mínútur til að mýkja þær. 
Setjið síðan kínóa, haframjöl, chiafræ og sesamfræ í aðra skál.
Setjið döðlurnar í matvinnsluvél ásamt brædda kreminu.

Þegar kremið hefur blandast vel saman og er orðið kekkjalaust þá blandiði því saman við fræin og haframjölið í skálinni.

Setjið í form og fletjið út í þunnt lag.
Geymist  í frysti og skerið svo niður í litla bita.

Njótið :)

Chia fræ:
-Góð uppspretta próteins
-Þau innihalda boron,  það hjálpar líkamanum við upptöku   k
alks
-Rík af omega 3 og omega 6  fitusýrum 

-Stútfull af auðleysanlegum trefjum 
-Góð fyrir hjartað
-Auka orku og styrkja beinin
-Góð vörn gegn  brjóstakrabbameini og  leghálskrabbameini
-Rík af kalki, fosfóri, A
 vítamínum og   sinki 

Kínóa:
-Eitt af próteinríkustu fæðu sem hægt   er að fá
-Inniheldur næstum því tvöfalt meira   af trefjum en flestar aðrar kornvörur
-Inniheldur B2 sem bætir efnaskipti   heilans og í vöðvafrumum
-Er með lágan sykurstuðul sem er gott   til þess að jafna blóðsykurinn 
-Ríkt af mikilvægum steinefnum líkt   og járni og magnesíum 
-Stútfullt af andoxunarefnum 
-Ríkt af B vítamínum, kalsíum og  kalíum

bottom of page