top of page
nr.5.JPG
Vegan súkkulaðikaka

INNIHALD:

Botn:

2 bollar haframjöl 

1 1/2 bolli kjúklingabaunamjöl

1 dl kakóduft (sykurlaust)

2 tsk matarsódi

1 dl kókospálmasykur 

1 þroskað avokadó

2 tsk vanillu extract

1/4 bolli avokadó olía eða önnur góð olía

2 bollar rísmjólk (500 ml)

1 dl möndlusmjör

2 msk hlynsíróp

1 msk eplaedik

Smá sjávarsalt

Krem:

Kókosmjólk frá COOP (láta inn í ískáp í nokkrar klst. áður) fæst í Nettó

1/2 dl mjöndlusmjör

2 msk hlynsíróp

2 msk kakóduft (sykurlaust)

1 þroskað avokadó

10 döðlur (láta liggja í bleyti í 5-10 mín til að mýkja, fjarlægja steinana fyrst). 

1 plata af 70% súkkulaði (brætt)
1/2 tsk kanill
Sjávarsalt

Hafrar:
-Innihalda meira prótein en
 flestar kornvörur
-Geta bætt blóðsykurinn
-Innihalda mikið magn af Beta-  Glúkani, tegund af auðleysanlegum   trefjum sem eykur vöxt góðra   baktería í meltingarveginum
-Hafa lengi verið notaðir til að  meðhöndla þurra húð og kláða
-Draga úr líkum á astma í
 bernsku og sykursýki 2
-Innihalda lignan sem verndar gegn   hjartasjúmdómum og krabbameini.
AÐFERÐ:

Botn:

1. Kveiktu á ofninum og stilltu hann á 180°C.

2. Settu hafrana í blandara eða matvinnsluvél til að gera hafrahveiti, bættu síðan hinum þurrefnunum saman við og blandaðu vel. 

3. Setti þurrefnin í blandaranum eða matvinnsluvélinni í stóra skál.

4. Settu avokadó, vanillu extract, olíu, rísmjólk, möndlumsjör, hlynsíróp og eplaedik í góðan blandara eða matvinnsluvél og blandaðu vel saman. Bættu því síðan saman við þurrefnin í skálinni og hrærðu vel með písk. 

5. Settu síðan kökudeigið í tvö hringlaga form og inn í ofn í 25-30 mín. 

Krem:

1. Fjarlægðu steinana úr döðlunum og settu þær í vatn í sirka 5-10 mín til að mýkja þær.

2. Bræddu 70% súkkulaði í potti á meðan.

2. Settu síðan allt saman í góðan blandara og hrærðu vel. 

Þegar kakan er tilbúin, leyfðu henni þá að bíða í sirka 20 mín eða þangað til hún hefur kólnað áður en þú setur súkkulaðikremið á hana. 

Súkkulaðikremið fer á báða kökubotnana og settu síðan annan bottninn ofan á hinn. 
Geymist í kæli. 

bottom of page